Kennsluglærur

Skattskil 1 – Einstaklingsskattaréttur VIÐ501G

Á námskeiðinu verður farið yfir meginreglur ísl. skattalaga um skattskylda aðila og skattskyldar tekjur þar á meðal hvaða gjöld heimilt er að draga frá þeim. Sérstök áhersla verður lögð á uppgjör tekjuskattsstofna hjá einstaklingum og sjáfstætt starfandi mönnum með úrlausnum á dæmum og raunhæfum verkefnum. Kynnt verður gerð skattframtals einstaklinga og hjóna svo og atvinnurekstrarframtals. Fjallað verður um ákvörðun hvers konar bóta og afslátta frá skatti. Farið verður yfir grundvallarreglur réttarfars í skattamálum, endurákvarðanir á sköttum og afleiðingar af vísvitandi röngum skattskilum. Veitt verður innsýn í meginreglur laga um virðisaukaskatt og tryggingagjald. Að námskeiðinu loknu er við það miðað að námsmaður geti talið fram fyrir einstaklinga og lítil fyrirtæki svo og kært skattákvörðun ef hún er röng að hans mati.

Hér er unnt að nálgast kennsluglærur námskeiðsins:

  1. Kynning á námskeiðinu
  2. Skattur, hugtak og skilgreining, skattapólitík
  3. Tekjuhugtakið, hlutlæg og huglæg skattskylda, tekjur undanþegnar skatti, tímafærslureglur
  4. Einstakar tekjur
  5. Hagnaður af sölu eigna
  6. Verktaki – launþegi
  7. Rekstrarkostnaðarhugtakið
  8. Fjölskylduskattlagning, uppgjör tekjuskattsstofns, álagning og framkvæmd
  9. Virðisaukaskattur og tryggingagjald
  10. Málsmeðferðarreglur, endurákvörðun gjalda, 2ja ára reglan
  11. Greiðsla skatta, innheimta o. fl.
  12. Lokaorð

Skattskil 2 – Fyrirtækjaskattaréttur VIÐ221F

Framhald af skattskilum 1. Skattur á menn – Einstaklingsskattaréttur. Á námskeiðinu verður farið ítarlega yfir helstu lög sem snerta atvinnurekstur í landinu. Gerð verður grein fyrir skattlagningu hinna ólíku rekstrarforma, hvaða reglur gilda um skattlagningu við stofnun fyrirtækis, meðan á rekstri stendur og við lok starfsemi. Fjallað verður um skattfrjálsa umbreytingu einstakra fyrirtækjaforma, samsköttun fyrirtækja í rekstri og uppgjör til skatts í erlendum gjaldeyri. Rætt verður um helstu auðkenni skattasniðgöngu og muninn á henni og skattaskipulagningu. Þá verður ítarlega farið yfir lög um virðisaukaskatt og tryggingagjald. Reynt verður að efla sjálfstæði nemanda með úrslausnum dæma og raunhæfra verkefna. Að námskeiðinu loknu er við það miðað að námsmaður hafi staðgóða þekkingu á meginreglum íslenskra laga um skattlagningu fyrirtækja.

  1. Kynning á námskeiðinu
  2. Atvinnurekstrarhugtakið
  3. Tekjur af atvinnurekstri
  4. Skattlagning óheimilla úttekta
  5. Eftirgjöf skulda
  6. Gengisskattlagning
  7. Frádráttur í atvinnurekstri
  8. Tekjuskattsstofn o. fl
  9. Val á rekstrarformi fyrirtækja
  10. Hlutafélög
  11. Sameignarfélög o.fl
  12. Umbreytingar
  13. Skattasniðganga
  14. Innskattur
  15. Lokaorð

 

Skattskil 3 – Alþjóðlegur skattaréttur – VIÐ125F

Á námskeiðinu verður farið ítarlega yfir reglur innlendra laga og alþjóða samninga um gerð og túlkun tvísköttunarsamninga. Fjallað verður um fulla skattskyldu manna og fyrirtækja vegna heimilisfestar í ríki og upphafningu hennar í öðru hvoru aðildarríkja tvísköttunarsamnings ef maður eða fyrirtæki er samtímis heimilisfast í tveimur eða fleiri löndum. Gerð verður grein fyrir reglum um takmarkaða skattskyldu og skiptingu skattlagningarréttar milli aðildarríkja tvísköttunarsamnings. Rætt verður um aðferðir til að milda tvískattlagningu samkvæmt innlendum rétti og tvísköttunar samningi þegar tekjur eru skattlagðar í tveimur eða fleiri löndum. Farið verður yfir það hvernig unnt er að nota  tvísköttunarsamninga við skattaskipulagningu með stofnun fyrirtækja í ólíkum löndum. Upplýst verður um áhrif EBE- eða ESS-samningsins á skattalög einstakra ríkja, skaðlega skattasamkeppni og hvað gert hefur verið til að uppræta hana. Nemendur verða þjálfaðir í notkun tvísköttunarsamninga með úrlausnum dæma og raunhæfra verkefna. Að námskeiðinu loknu er við það miðað að námsmaður hafi góða innsýn í það flókna kerfi sem innlendur réttur og tvísköttunarsamningar geta spunnið um fjárhagsráðstafanir manna og fyrirtækja í nútíma þjóðfélagi.

Hér er unnt að nálgast kennsluglærur námskeiðsins:

  1. Kynning á námskeiðinu
  2. Hvað er alþjóð
  3. Gerð tvísköttunarsamninga
  4. Heimilisfesti manna
  5. Mildun skattlagningar
  6. Laun o.fl.
  7. Föst starfsemi hér
  8. Alþjóðlegt milliverð
  9. Fjármagnstekjur
  10. Mismunarbann
  11. EES samningurinn og íslenskur skattaréttur
  12. Lokaorð