Íslenskur alþjóðlegur skattaréttur

Bókin Íslenskur alþjóðlegur skattaréttur (1146 bls.) skiptist í fjóra megin þætti og innihalda þeir 10 kafla. Hefur fyrsti þáttur að geyma inngang og almennar upplýsingar um gerð og túlkun tvísköttunarsamninga. Í öðrum þætti ræðir um afmörkun á skattlagningarvaldi Íslands þegar menn og lögaðilar eiga í hlut, hversu langt má ganga í álagning og innheimtu skatta er því aðalviðfangsefnið.

Meginn hluti bókarinnar fjallar hins vegar um skiptingu á skattlagningarrétti til einstakra tekna milli ríkja og afléttingu eða mildun tvískattlagningar þegar sömu tekjurnar eru skattlagðar í fleiri en einu ríki. Sérstakur kafli er auk þess um gengisskattlagningu og fjallar hann um umreikning á erlendum verðmæli í íslenskar krónur og framtal í erlendum verðmæli. Í þriðja þætti ræðir svo um bann við mismunun og hindrun á grundvelli fjórfrelsis samkvæmt EES-rétti og mismunarbannsákvæði samningsfyrirmyndar OECD. Fjórði og síðasti þátturinn fjallar loks um heimild innlendra skattyfirvalda til að leiðrétta samningskjör fyrirtækja á grundvelli milliverðsleiðbeininga OECD. Hið rétta verð í viðskiptum milli tengdra félaga er því helsta álitaefnið.

Bókin Íslenskur alþjóðlegur skattaréttur  kostar 14.985 kr. og má panta hana á netfanginu agv@skattvis.is .

EES samningurinn og íslenskur skattaréttur |Skattur á fyrirtæki | Útgáfa jöfnunarhlutabréfa | Skattur á fjármagnstekjur og eignir