Hvað er atvinnurekstur?

Hvort er ég verktaki eða launþegi – afleiðingar af rangri tilgreiningu tekna.

Hugtakið atvinnurekstur er hvergi skilgreint í lögum. Almennt mun þó vera átt við sjálfstæða starfsemi, sem stunduð er með reglubundnum hætti og nokkru umfangi í ekki mjög skamman tíma í þeim efnahagslega tilgangi að hagnast að fé.

Til þess að starfsemi geti talist atvinnurekstur verður hún því að fullnægja þremur skilyrðum, það er skilyrðinu um (1)sjálfstæði, (2) ákveðinn regluleika og umfang og (3) hagnaðarvon. Sjáfstæðisskilyrðið er almennt notað til að greina atvinnurekstur frá launaðri vinnu. Hins vegar eru hin skilyrðin tvö venjulega notuð til að afmarka atvinnurekstur gagnvart tómstundastarfi. Í ýmsum samböndum í lögum skiptir miklu máli að vita, hvort maður er verktaki, það er atvinnurekandi eða launþegi annars vegar, eða verktaki, það er atvinnurekandi eða tómstundamaður hins vegar.

Afar mikilvægt er því að kynna sér vel reglur um þau atriði, sem aðgreina þessi sambönd hvort frá öðru. Í bókinni Skattur á fyrirtæki er ítarlega fjallað um hugtakið atvinnurekstur í íslenskum rétti og með því að kynna sér það stendur maður ótvírætt betur að vígi við samningsgerð sína.