Fyrirspurnir

SkattVís samlagsfélag gefur viðskiptamönnum sínum kost á að senda starfsmönnum fyrirtækisins spurningar um skattamál sín, og eru svör við þeim án endurgjalds. Skilyrði er þó, að spurningar séu stuttar og það efni, sem spurt er um, skýrlega afmarkað svo að ekki taki meira en 5 til 10 mínútur að svara hverri spurningu.

Senda skal fyrirspurn á netfangið agv@skattvis.is og getur hver fyrirspyrjandi sér að kostnaðarlausu í hvert sinn aðeins óskað svars við einni spurningu.