Tímabundin vinna erlendis

Við hrun bankakerfisins 2008 urðu margir atvinnulausir. Í stað þess að sitja með hendur í skauti hér heima réðu nokkrir sig í vinnu um skamman tíma erlendis. Við framtal til skatts og álagningu árið eftir kom mörgum á óvart að skattarnir voru í sumum tilvikum hærri en ef allra teknanna hefði verið aflað hér á landi. Afhverju stafar þetta spurðu þeir og var fátt um svör. Í bókinni Íslenskur alþjóðlegur skattaréttur er að finna ítarlega umfjöllun um skiptingu skattlagningarréttar vegna vinnu í fleiri en einu ríki svo og afléttingu eða mildun tvískattlagningar þegar svo háttar til að fleiri en eitt ríki mega skattleggja sömu tekjunar sem maður aflar.