Fyrirtækið

Skattvís samlagsfélag (slf) var stofnað 1. ágúst 2003 af Ásmundi G. Vilhjálmssyni héraðsdómslögmanni og Ragnheiði Bogadóttur þá verandi laganema. Megintilgangur fyrirtækisins er að veita fyrirtækjum og einstaklingum ráðgjöf, stunda rannsóknir, þar með talið útgáfu og sölu bóka, kennslu og fyrirlestrahald á sviði fyrirtækja- og skattaréttar. Meðal verkefna eru ritun andmæla, kæra til yfirskattanefndar, ráðgjöf í sambandi við samruna og skiptingu félaga, umbreytingu einkareksturs í einkahlutafélag, stofnun og slit hvers konar félaga, uppgjör dánarbúa og skipti.