Skattur á fyrirtæki

Bókin Skattur á fyrirtæki (885 bls.) skiptist í þrjá þætti. Fjallar fyrsti þáttur um hugtakið atvinnurekstur, hvaða tekjur tilheyra honum og hvenær, það er, á hvaða ári atvinnurekanda telst hafa hlotnast þær. Í öðrum þætti ræðir svo um frádrátt frá þessum tekjum, og skiptir þar auðvitað mestu máli hinn almenni rekstrarkostnaður, þar á meðal afmörkun hans gagnvart útgjöldum, sem ekki má draga frá tekjum, eins og einkakostnaði og fjármunakostnaði. Bókinni lýkur svo á ítarlegri greinargerð um skattlagningu einstakra fyrirtækjaforma, svo sem hlutafélaga, sameignarfélaga og einstaklingsfyrirtækja, og skattfrjálsa umbreytingu þeirra úr einu rekstrarformi í annað.

 

Íslenskur alþjóðlegur skattaréttur |EES samningurinn og íslenskur skattaréttur |  Útgáfa jöfnunarhlutabréfa | Skattur á fjármagnstekjur og eignir