Skattur á fjármagnstekjur og eignir

Bókin Skattur á fjármagnstekjur og eignir (402 bls.) skiptist í fimm þætti. Fjallar fyrsti þáttur um aðdragandann að setningu laga um fjármagnstekjuskatt, er tóku gildi 1. janúar 1997, og samanburð á skattlagningu fjármagnstekna hér á landi og öðrum Norðurlöndum.

Annar þáttur fjallar svo almennt um skattskyldar fjármagnstekjur og hvaða kostnað megi draga frá þeim. Er þar eingöngu um stutt yfirlit að ræða. Í þriðja þætti ræðir svo um reglulegar tekjur af eignum, svo sem arð, vexti, arð og leigu. Myndar hann meginefni bókarinnar ásamt fjórða þætti, er fjallar um ákvörðun hagnaðar, þegar eignirnar, sem hinar reglulegu tekjur gefa, eru seldar.

Einnig er þar að finna Ítarlega umfjöllun um skattlagningu fjármálalegra samninga, svo sem valréttarsamninga og kaup starfsmanna á hlutabréfum á undirverði. Fimmti og síðasti þáttur bókarinnar fjallar loks um skattlagningu eigna svo sem fasteigna, eignarhluta í félögum, vara, hverskonar krafna o. fl. en skattur á þær er í rauninni viðbótarfjármagnstekjuskattur.

Bókin Skattur á fjármagnstekjur og eignir er uppseld.

Íslenskur alþjóðlegur skattaréttur | EES samningurinn og íslenskur skattaréttur | Skattur á fyrirtæki | Útgáfa jöfnunarhlutabréfa