Skattur á menn

SKATTUR Á MENN (936 bls.) skiptist í fjóra meginþætti. Fjallar sá fyrsti um skatta. Hvað er skattur og hvaða reglur gilda um ákvörðun hans er dæmi um spurningar sem þar er leitast við að svara. Í öðrum og þriðja þætti ræðir síðan um tekjurnar og hvaða kostnað megi draga frá þeim. Hvaða tekjur eru þetta og hvaða reglur gilda um uppgjör þeirra er dæmi um spurningar sem þar er leitast við að svara. Annar og þriðji þáttur eru megin þættir bókarinnar. Þannig tilheyra þeim 17 af 21 köflum hennar. Fjórði og loka þáttur bókarinnar fjallar svo um álagningu opinberra gjalda á einstaklinga og fólk í hjónabandi. Hvaða reglur gilda um uppgjör tekjuskattstofns þeirra. Má fólk sem býr saman láta samskatta sig eins og hjón séu, en hvað með tvo vini eða foreldra og uppkomin börn þeirra – svo mætti lengi telja.

SKATTUR Á MENN er fyrst og fremst hugsuð sem kennslubók fyrir þá sem eru að hefja nám í skattarétti í háskólum landsins. Bókin getur þó einnig nýst sem handbók eða uppflettirit fyrir þá sem þurfa á upplýsingum að halda um skattamál sín. Þeir sem starfa við framtalsgerð, svo sem endurskoðendur og viðurkenndir bókarar munu þó vafalaust hafa hvað mest not af bókinni. Helgast það af skiptingu hennar í meginmál og tilvísunargreinar þar sem finna má fjölda dóma og úrskurða skattyfirvalda, sem sérstaklega eru valdir til að auðvelda mönnum að finna lausn á vandamálum sínum. Bókin Skattur á menn fæst í Bóksölu stúdenta og kostar 15.000 kr. Einnig er unnt að panta hana á netfanginu agv@skattvis.is

Efnisyfirlit og formála má nalgast hér: Skattur á menn – Efnisyflrilit og formáli