Tilboð

Þú sparar 13.090 kr. Tvær fyrir eina.

Tilboð á bókum

Vegna góðrar sölu á bókum SKATTVÍS bjóðast bækurnar Íslenskur alþjóðlegur skattaréttur og EES-samningurinn og íslenskur skattaréttur nú á verði einnar. Í stað 28.075 kr. greiðirðu því aðeins 14.985 kr.


ÚT ER KOMIN bókin Íslenskur alþjóðlegur skattaréttur. Fjallar hún um skattlagningu útlendinga sem hlotnast tekjur hér á landi og Íslendinga er afla tekna erlendis svo sem vegna tímabundinnar vinnu. Gerð er grein fyrir skiptingu skattlagningar milli ríkja þegar svo stendur á og hvernig aflétting eða mildun tvískattlagningar er reiknuð út í þeim tilvikum er tekjurnar sæta skattlagningu í tveimur eða fleiri löndum. Í bókinni er auk þess að finna ítarlega umfjöllun um afmörkun á skattlagningarvaldi Íslands þegar menn og lögaðilar eiga í hlut t.d. í ljósi hinna svonefndu Máritaniu-dóma.

Vegna þessa tala menn gjarnan um að alþjóðlegur skattaréttur hafi tvær víddir, sé ein innlend og önnur útlend. Kristallast þetta m.a. í milliverðsreglunum (Tansfer pricing) sem ítarlega umfjöllun er að finna um í bókinni. Með inngöngu Íslands í EES bættist svo þriðja víddin við. Gildir það jafnvel þótt EES-samningurinn innihaldi ekki beinlínis ákvæði um skatta og stafar af því að samningurinn bannar aðildarríkjunum að mismuna ríkisborgurum annarra aðildarríkja m.a. við skattlagningu hér á landi eða nota skatta og gjöld til að hindra að eigin ríkisborgarar þeirra leiti sé að vinnu í öðru aðildarríki, stofni þar fyrirtæki svo dæmi sé tekið. Í bókinni er fjallað um þessar reglur og hvaða spurningar beri að spyrja til að komast að réttri niðurstöðu í því sambandi.

Bókin  Íslenskur alþjóðlegur skattaréttur er mikið verk eða samtals um 1150 bls. og hefur hún verið um 10 ár í smíðum.  Bókin er hugsuð sem kennslubók á háskólastigi m.a. í Macc námi viðskiptadeildar HÍ en fólk í atvinnulífinu svo sem endurskoðendur, bókhaldsmenn og – konur, fjármálastjórar svo dæmi sé tekið geta þó einnig haft gagn af henni sem uppflettiriti. Höfundur bókarinnar er Ásmundur G. Vilhjálmsson skattalögfræðingur en útgefandi er SkattVís – skattaráðgjöf og fræðsla. Unnt er kaupa bókina hjá höfundi í gegnum agv@skattvis.is og nokkrum útvöldum bókabúðum. Bókin kostar 14.985 kr. í lausasölu. Er hún gefin út í takmörkuðu upplagi og því best að tryggja sér eintak sem fyrst